Dregur úr samkeppnishæfni Íslands

Úr Kauphöll Íslands.
Úr Kauphöll Íslands. mbl.is/Golli

Ísland hrapar niður lista Alþjóðaefnahagsráðsins, World Economic Forum, þar sem löndum er raðað eftir samkeppnishæfni. Ísland er nú í 31. sæti á árlegum lista stofnunarinnar, var í 26. sæti í fyrra og 20. sæti árið 2008. Árið 2005 komst Ísland í 7. sætið á listanum.

Sviss er með samkeppnishæfasta hagkerfið að mati stofnunarinnar, Svíþjóð er í 2. sæti og Singapúr í því þriðja. Bandaríkin, sem voru í 2. sæti í fyrra, eru komin í 4. sætið. Þá vekur það athygli að Danmörk lækkar úr 5. sæti í fyrra niður í það 9. nú. Finnland er í 7. sæti nú og Noregur í 14. sæti. Alls eru 139 ríki á lista Alþjóðaefnahagsráðsins.

Ráðið segir um Ísland, að fall landsins á listanum stafi aðallega af áframhaldandi hrörnun peningamálaumhverfisins og veikri stöðu fjármálamarkaðar. Hins vegar séu ýmsir jákvæðir þættir, svo sem afar gott menntakerfi, og heilbrigðiskerfi. Þá sé viðskiptalífið tæknivætt og fljótt að nýta sér tækninýjungar til að auka framleiðni. Einnig styðji afar sveigjanlegur vinnumarkaður og vel þróaðir innviðir við viðskiptalífið.    

Vefur Alþjóðaefnahagsráðsins

Listinn í heild 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK