Kaup smásölukeðjunnar Haga á eigin bréfum af stjórnendum félagsins var í samræmi við samning sem gerður var árið 2008.
Þetta segir Iða Brá Benediktsdóttir hjá samskiptasviði Arion banka í samtali við Morgunblaðið. Bankinn gat ekki veitt svör um hvort til skoðunar væri að rifta viðskiptunum, sem fólu í sér 315 milljóna sölu á hlutabréfum Haga, skömmu áður en bankinn leysti til sín móðurfélag Haga, 1998 ehf.
Jafnframt fengust ekki svör við því hvort verðið á hlutabréfunum sem um hefði verið of hátt að mati bankans, en miðað við viðskiptagengið á þeim var heildarvirði Haga talið 22 milljarðar króna. Morgunblaðið óskaði eftir viðtali við Höskuld Ólafsson, bankastjóra Arion banka vegna málsins. Ekki var gefinn kostur á því, þar sem Höskuldur var sagður vera erlendis, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.