Eignir lífeyrissjóðanna erlendis aukast

Reuters

Hrein eign lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris var 1.835 milljarðar króna í lok júlí síðastliðins og hækkaði um 10,6 milljarða frá fyrri mánuði skv. tölum sem Seðlabankinn birti í gær. Þessi aukning frá fyrri mánuði er að mestu leyti tilkomin vegna aukningar á erlendum eignum sjóðanna, en þær jukust um 10 milljarða króna frá fyrri mánuði.

Þetta gerist þrátt fyrir styrkingu krónunnar á tímabilinu, enda var mánuðurinn tiltölulega hagstæður á erlendum mörkuðum. Þá jukust eignir lífeyrissjóðanna í innlendum skuldabréfum og verðbréfasjóðum um 8 milljarða króna í júlímánuði en langstærstur hluti þeirrar aukningar er vegna innlendra skuldabréfa, samkvæmt Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka.

„Í krónum talið er hrein eign sjóðanna lægri en hún var fyrir hrun bankanna, en í september 2008 nam hún 1.863 mö.kr. sem er ríflega 28 mö.kr. meira en hún var í lok júlí. Töluverðar breytingar hafa orðið á samsetningu eigna lífeyrissjóðanna frá því fyrir hrun.

Eftir sem áður er þó stærsti hluti eigna sjóðanna innlend skuldabréf og verðbréfasjóðir, en núna eru tæp 55% eigna sjóðanna í þessum flokki samanborið við 53,5% fyrir hrun. Hinsvegar hafa eignir sjóðanna í innlendum hlutabréfum og hlutabréfasjóðum dregist verulega saman og eru núna 2,3% af eigum sjóðanna samanborið við 8,5% í september 2008," segir í Morgunkorni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK