Fyrsta bankagjaldþrotið í 7 ár í Japan

Fjölmiðlafólk bíður fyrir utan höfuðstöðvar Incubator Bank of Japan
Fjölmiðlafólk bíður fyrir utan höfuðstöðvar Incubator Bank of Japan Reuters

Japanski bankinn Incubator Bank of Japan (IBJ) hefur verið gert að hætta starfsemi og óska eftir gjaldþrotaskiptum. Er hann fyrsti bankinn í Japan sem fer í þrot í sjö ár, samkvæmt upplýsingum frá viðskiptaráðuneyti Japans.

Stjórnvöld segja að gjaldþrotið muni hafa lítil áhrif á fjármálakerfi Japans. Er það japanska fjármálaeftirlitið sem krefst þess að bankinn hætti starfsemi í þrjá daga hið minnsta og geri allt sem hans valdi stendur til að vernda innistæður sparifjáreigenda. 

Japanska viðskiptablaðið Nikkei segir að að nánast útilokað sé annað en að fjármálaeftirlitið knýi IBJ í þrot og að innistæður upp á 10 milljónir jena, 14,2 milljónir króna, séu tryggðar. Yrði það í fyrsta skipti sem innistæðutryggingarákvæði laga yrði beitt í Japan.

Viðskiptavinur Incubator Bank of Japan les tilkynningu um lokun bankans
Viðskiptavinur Incubator Bank of Japan les tilkynningu um lokun bankans Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK