Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu rúmum 1,7 milljörðum króna í ágúst, en þar af voru um 1,6 milljarðar króna vegna almennra lána. Samtals námu útlán á fyrstu átta mánuðum ársins 2010 rúmum 16,5 milljörðum króna samanborið við rúmlega 21,4 milljarða á sama tímabili ársins 2009.
Meðalútlán almennra lána voru um 10,1 milljón króna í ágúst en um 10 milljónir í júlí síðastliðnum.
Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs fyrir ágúst.