Fær ekki lengur greitt frá 365

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson. mbl.is/Kristinn

Jón Ásgeir Jóhannesson fær ekki lengur greidda ráðgjafaþóknun frá 365 miðlum, að því er kemur fram í greinargerð, sem hann lagði fyrir breskan dómstól í júlí. Þar kemur fram að eiginkona Jóns Ásgeirs muni greiða fyrir uppihald hans á Íslandi.

Greinargerðir, sem Jón Ásgeir lagði fyrir breskan dómstól vegna kyrrsetningar Glitnis á eigum hans, eru birtar á vef hæstaréttar Manhattan í New York en þær eru meðal skjala, sem slitastjórn Glitnis lagði þar fram í gær.

Í greinargerð, sem dagsett er 6. júlí, segir Jón Ásgeir að hann hafi fengið samtals 20 þúsund pund, jafnvirði nærri 3,7 milljóna króna, fyrir fjölmiðlaráðgjöf hjá 365 miðlum á fyrri hluta þessa árs, en Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs, er aðaleigandi félagsins. Fram kemur að þetta hafi aðallega verið gert svo Jón Ásgeir gæti greitt fyrir upphald sitt á Íslandi.

Jón Ásgeir segir, að eftir úrskurð um kyrrsetningu eigna hans hafi hann ákveðið að slíta samkomulaginu við 365 miðla og héðan í frá muni eiginkona hans sjá um að greiða kostnað hans á Íslandi.   

Í greinargerðinni kemur einnig fram, að mánaðarleg útgjöld Jóns Ásgeirs á árunum 2001-2008 hafi verið á milli 272 þúsunda til 352 þúsunda punda á mánuði. Jón Ásgeir segir að miða eigi við gengið 125 krónur fyrir pundið og samkvæmt því voru útgjöldin 34-44 milljónir króna á mánuði. Ef miðað er við núgildandi gengi pundsins voru útgjöldin 49-64 milljónir á mánuði.

Eitt ár, 2007-2008, hafi útgjöld hans hins vegar verið nærri 11 milljónir punda, jafnvirði  2 milljarða króna á núverandi gengi. Það megi rekja til brúðkaups hans, greiðslna vegna snekkju og styrks vegna Formúlu 1 kappaksturs.

„Ég fellst að sjálfsögðu á að þessi útgjöld voru umtalsverð," segir Jón Ásgeir í greinargerðinni.

Greinargerð Jóns Ásgeirs

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK