Gagnrýnir stjórnvöld

Úr tölvuveri.
Úr tölvuveri. mbl.is/Árni Sæberg

„Þau lifðu af jarðskjálfta, erfiða veðráttu og eld­gos sem stoppaði flug­sam­göng­ur á stór­um hluta hnatt­ar­ins, en það virðist vera sem áætlan­ir um stórt, ís­lenskt gagna­ver hafi verið skotn­ar niður af mikl­um ólík­indatól­um; þeirra eig­in stjórn­mála­mönn­um.“

Á þess­um orðum hefjast skrif pistla­höf­und­ar­ins Dav­id Cherni­ocoff, sem ger­ir ákvörðun IBM um að slíta sam­starf­inu við Ver­ne Hold­ing vegna skattaum­hverf­is hér á landi að umræðuefni.

Chernicoff bend­ir á að netþjón­ar séu virðis­auka­skatt­skyld­ir á Íslandi, ólíkt því sem tíðkast víðast. Chernicoff seg­ir að því þurfi að breyta. „Ákvörðunin virðist vera í hönd­um fjár­málaráðuneyt­is­ins, sem hef­ur ekki ennþá tekið hana,“ skrif­ar hann á ZD­Net, sem er með þekkt­ari vefsvæðum á net­inu er gera upp­lýs­inga­tækni að um­fjöll­un­ar­efni sínu.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK