20 árum eftir sameiningu Þýskalands eru íbúar í austurhluta landsins smá saman að ná þeim lífskjörum sem eru í vesturhluta landsins. Núna eru verkamenn í A-Þýskalandi með um 83% af þeim tekjum sem verkamenn í V-Þýskalandi eru með. Árið 1991 var þetta hlutfall 53%.
Landsframleiðsla í austurhluta landsins hefur tvöfaldast á þessum 20 árum, en á sama tímabili hefur landsframleiðsla aukist á 12% í vesturhluta landsins.
3. október nk. verður þess minnst að 20 ár eru frá sameiningu ríkjanna. Þó að margt hafi áunnist á þessum árum er atvinnuleysi í A-Þýskalandi tvöfalt meira en í vestrinu.