Afkoma ríkisins betri en í fyrra

Fjármálaráðuneytið.
Fjármálaráðuneytið.

Handbært fé frá rekstri ríkissjóðs fyrstu sjö mánuði ársins var neikvætt um 75,6 milljarða króna en var neikvætt um 91,2 ma.kr. á sama tímabili 2009. Tekjur reyndust um 34,2 milljörðum hærri en í fyrra en gjöldin jukust um 9,4 milljarða milli ára. 

Í yfirliti fjármálaráðuneytisins um afkomu ríkissjóðs segir m.a. að aðeins tveir liðir veltutengdra skatta hafi skilað ríkissjóði minni tekjum í krónum talið í ár en í fyrra. Annars vegar sé þetta 28,6% samdráttur tekna af kílómetragjaldi og hins vegar 20,8% samdráttur vörugjalda af ökutækjum.

Kílómetragjaldið var lækkað um 20% í lok maí árið 2009 og segir ráðuneytið að það skýri samdráttinn að miklu leyti. Þá sé gengi íslensku krónunnar sterkara fyrstu sjö mánuði ársins en á sama tíma árið 2009 og reiknast því vörugjöld af ökutækjum á lægri stofn í ár þrátt fyrir töluverða aukningu í nýskráningum bíla.

Tilkynning fjármálaráðuneytisins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK