Eignir líklega ofmetnar

Baugur bauð í bresku keðjuna Moss Bros í febrúar 2008.
Baugur bauð í bresku keðjuna Moss Bros í febrúar 2008. mbl.is/GSH

Svo virðist sem umfangsmikil endurskipulagning Baugs á árinu 2008 hafi aðallega verið til þess fallin að fresta hinu óumflýjanlega – gjaldþroti félagsins. Skiptastjóri þrotabús félagsins hefur höfðað fjölda riftunarmála á ráðstöfun eigna Baugs áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta.

Salan á Högum til 1998 ehf. er meðal annars talin hafa farið fram á þeim tímapunkti er félagið var þegar orðið ógjaldfært – það er að segja, eignir félagsins dugðu ekki fyrir skuldum.

500 milljón punda eigið fé

Morgunblaðið hefur undir höndum hálfsársuppgjör Baugs fyrir árið 2008, en reikningurinn er ekki undirritaður af endurskoðanda. Stjórn félagsins samþykkir hins vegar reikninginn 7. október 2008.

Samkvæmt reikningnum voru skuldir félagsins þá tæplega 1,3 milljarðar punda, en eignir tæplega 1,8 milljarðar punda. Eigið fé félagsins er því bókfært 500 milljónir punda um mitt ár, en þar af er víkjandi lán 166 milljónir punda og yfirverð hlutafjár 133 milljónir punda. Handbært fé Baugs um mitt ár 2008 var rúmlega 14 milljónir punda, eða 2,2 milljarðar króna.

Heimildir Morgunblaðsins herma að þrotabú Baugs telji eignir í mörgum tilfellum stórlega ofmetnar í efnahagsreikningi félagsins, sem orsaki ógjaldfærni félagsins. Þar af leiðandi hafi stjórnendum ekki verið heimilt að selja Haga úr félaginu á þessum tíma. Fram kom í Morgunblaðinu 2. febrúar síðastliðinn að þrotabúið teldi að félagið hefði ekki verið greiðslufært í mars 2008, þegar ekki var greitt af skuldabréfaflokki sem var á gjalddaga. Raunar getur verið erfitt að úrskurða hvort félag er greiðslufært eða ekki, þegar sífellt er endurfjármagnað með nýjum lánum, þrátt fyrir að lítið sem ekkert reiðufé sé fyrir hendi til að standa skil á skuldbindingum.

Um þetta atriði snýst, meðal annars, ágreiningur þrotabús Baugs og Fjárfestingafélagsins Gaums, um söluna á Högum til 1998 ehf., sem var að mestu í eigu Gaums.

Áfram keypt meira

Þrátt fyrir að veruleg áhöld séu uppi um stöðu Baugs allt aftur til ársbyrjunar 2008, var ekki að sjá að stjórnendur félagsins hygðust draga saman seglin. Þannig kom fram að Baugur hefði boðið í bresku verslanakeðjuna Moss Bros í febrúar 2008. Fram kom í fréttum að félagið hygðist greiða jafnvirði 5,4 milljarða króna fyrir fyrirtækið, miðað við þáverandi gengi krónunnar.

Síðar um haustið, örskömmu fyrir hrun bankanna, reyndi Baugur að kaupa bresku verslanakeðjuna Woolworths á 100 milljónir punda.

Jón Ásgeir Jóhannesson sagði í eiðsvörnum vitnisburði sínum fyrir dómstólum í Bretlandi að í október 2008 hefðu skuldir Baugs verið 920 milljónir punda umfram eignir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK