Hlutabréfamarkaðurinn var hviklyndur í New York í dag og ólík frammistaða vísitalna. Dow Jones vísitalan lækkaði um 0,17% eða 17,64 stig á meðan Nasdaq vísitalan hækkaði um 0,18%. Hins vegar lækkaði S&P 500 vísitalan um 0,80%.
Fyrr í dag höfðu vísitölurnar allar lækkað en voru síðan á svipuðu róli og í gær stóran hluta dagsins. Jákvæðar tölur um aukna smásölu vestanhafs hafði jákvæð áhrif á markaðinn og telja sérfræðingar að annars hefði lækkunin væntanlega verið meiri.