Hviklyndur markaður í New York

Reuters

Hlutabréfamarkaðurinn var hviklyndur í New York í dag og ólík frammistaða vísitalna. Dow Jones vísitalan lækkaði um 0,17% eða 17,64 stig á meðan Nasdaq vísitalan hækkaði um 0,18%. Hins vegar lækkaði S&P 500 vísitalan um 0,80%.

Fyrr í dag höfðu vísitölurnar allar lækkað en voru síðan á svipuðu róli og í gær stóran hluta dagsins. Jákvæðar tölur um aukna smásölu vestanhafs hafði jákvæð áhrif á markaðinn og telja sérfræðingar að annars hefði lækkunin væntanlega verið meiri. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK