Raunvaxtastig á Íslandi er of hátt miðað við kreppuástandið, að mati Más Guðmundssonar seðlabankastjóra.
Kom þetta fram í viðtali Reutersfréttastofunnar við Má sem tekið var í Basel í Sviss, en Már telur að svigrúm sé fyrir frekari vaxtalækkanir í framtíðinni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Már sagði jafnframt að til greina kæmi að lækka kröfur um 16 prósenta eiginfjárhlutfall íslenskra banka þegar aðstæður nálgast það sem eðlilegt getur talist, en það yrði þó yfir alþjóðlegu 7,0 prósenta lágmarki.