Á ekki veð í húsi á Vaðlaheiði

Jóhannes Jónsson er einn eiganda Gaums og býr í húsi …
Jóhannes Jónsson er einn eiganda Gaums og býr í húsi á Vaðlaheiði mbl.is/Skapti Hallgrímsson

NBI (Landsbankinn) á engan hlut að kyrrstöðusamningi Arion banka við Gaum hf. og að bankinn á engin veð í húsnæði félagsins í Vaðlaheiði gengt Akureyri.  Landsbankinn á að auki engar kröfur á hendur Gaumi hf.  en fram hefur komið að Landsbanki Íslands hf. eigi slíkar kröfur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá NBI vegna spurninga umboðsmanns skuldara og eftirlitsnefndar Alþingis varðandi svonefndra kyrrstöðusamninga.

Umboðsmaður óskaði eftir upplýsingum um þau úrræði sem fyrirtækjum í skuldavanda standa til boða og spurði hvort einstaklingum stæði til boða að semja um kyrrstöðu skulda sinna.

Fram kemur í svari bankans að hann bjóði bæði einstaklingum og fyrirtækjum fjölmörg úrræði til lausnar á skuldavanda, en ekki sé til sérstakt form samninga sem bera heitið „kyrrstöðusamningar.“

Í þeim skilningi hafi því enginn slíkur samningur verið gerður. Sé hugtakið hins vegar túlkað á þann veg að kyrrstöðusamningur feli í sér að innheimtuaðgerðum sé frestað á meðan viðskiptavinur inni af hendi tilteknar greiðslur samkvæmt samningi hafi fjölmargir slíkir samningar verið gerðir, jafnt við einstaklinga og fyrirtæki.

Óska eftir því að skilanefnd Landsbankans breyti nafni þrotabúsins

„Í svari bankans kemur einnig fram að allir samningar við viðskiptavini bankans um tímabundnar lausnir á skuldavanda þeirra feli í sér að innheimtuaðgerðum verði ekki beint að þeim á meðan samningur sé í gildi. Það er stefna Landsbankans að gæta jafnræðis í aðstoð við alla einstaklinga, fyrirtæki og aðra viðskiptamenn í skuldavanda.

Þeirri stefnu er framfylgt og því ekki um að ræða að sérstök ívilnandi kjör standi einstökum aðilum til boða, hvorki stærstu eigendum eða lántakendum í bönkum fyrir hrun né öðrum.

Rétt er jafnframt að fram komi, vegna misskilnings sem oft gætir, að Landsbankinn á engan hlut að kyrrstöðusamningi Arion banka við Gaum hf. og að bankinn á engin veð í húsnæði félagsins í Vaðlaheiði gengt Akureyri. Af fjölmiðlaumfjöllun hefur mátt skilja að svo væri, en því er ekki þannig farið. Landsbankinn á að auki engar kröfur á hendur Gaumi hf. en fram hefur komið að Landsbanki Íslands hf. eigi slíkar kröfur.

Til þess að fyrirbyggja frekari misskilning í þessu máli og öðrum sem upp kunna að koma, hefur NBI hf. óskað eftir því við skilanefnd Landsbanka Íslands hf. að hún taki enn og aftur til góðfúslegrar skoðunar að breyta nafni þrotabúsins. Við stofnun NBI hf. í október 2008 var það ákvörðun FME að NBI hf. héldi vörumerkinu Landsbankinn og ekki stendur annað til en að það verði í notkun hjá bankanum um langa framtíð," segir í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK