Ekki auðvelt að selja eignirnar

Jón Ásgeir Jóhannesson telur eignir sínar ekki miklar á Íslandi
Jón Ásgeir Jóhannesson telur eignir sínar ekki miklar á Íslandi mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Jón Ásgeir Jóhannesson segir í vitnisburði sem hann lagði fram í máli gegn honum í New York að erfitt geti verið að selja þær eignir sem hann á hér á landi. Nefnir hann þar fyrrum heimili sitt, bóndabæ og sumarhús. Segir hann ljóst að íslenskir fjölmiðlar muni örugglega greina frá því takist honum að selja eignir sínar svo það ætti ekki að fara fram hjá slitastjórn Glitnis.

Að eigin sögn á hann heldur ekki miklar eignir í Bretlandi og þær verði fljótlega að engu vegna lögfræðikostnaðar og persónulegs kostnaðar. 

Ingibjörg ætlar að selja Rollsinn

Þegar hann dvelji í New York sé hann á framfæri eiginkonu sinnar, Ingibjargar Pálmadóttur, og að hann hafi upplýst slitastjórn Glitnis um að hún ætli sér að selja bifreið sína af Rolls Royce gerð sem hann hafi gefið henni í afmælisgjöf. Þeir fjármunir verði settir inn á bankareikning hans og notaðir við framfærslu og greiðslu lögfræðikostnaðar.

Jón Ásgeir lýsir í greinargerðinni, sem er frá því í júní, að börn hans búi í íbúð sem hann leigi fyrir þau en hann vonist til þess að þau geti flutt til fyrrum eiginkonu hans og móður þeirra en hún sé að flytja. Hann beri því ábyrgð á þeirra framfærslu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK