Lánaútboð Reykjanesbæjar ekki borið árangur

Helguvík.
Helguvík.

Reykja­nes­höfn er í van­skil­um með skulda­bréf sem var á gjald­daga 1. maí sl. Reykja­nes­höfn hef­ur með aðstoð Reykja­nes­bæj­ar staðið í end­ur­fjármögn­un á lang­tíma­lán­um Reykja­nes­hafn­ar, en lána­út­boð Reykja­nes­bæj­ar hef­ur enn ekki borið ár­ang­ur. Búið er að greiða hluta van­skil­anna og semja um fullnaðar upp­gjör inn­an tveggja mánaða.

Taf­ir við upp­bygg­ingu ál­vers Norðuráls í Helgu­vík og fleiri verk­efna til at­vinnu­upp­bygg­ing­ar í Reykja­nes­bæ hafa átt sinn þátt í að lána­út­boðið bar ekki ár­ang­ur, og að lok­um nei­kvæður frétta­flutn­ing­ur af mál­efn­um Reykja­nes­bæj­ar, að því er seg­ir í til­kynn­ingu til Kaup­hall­ar­inn­ar.

Reykja­nes­höfn átti einnig von á tekj­um vegna lóðagjalda í Helgu­vík, sem hafa enn ekki komið, en eru vænt­an­leg­ar á næstu vik­um. Þær eru vegna Íslenska kís­il­vers­ins ehf., Norðuráls ofl. Einnig hafa ósk­ir Reykja­nes­hafn­ar um rík­is­styrk við hafn­ar­fram­kvæmd­ir í Helgu­vík ekki borið ár­ang­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK