FIH seldur á 40 milljarða

Höfuðstöðvar FIH við Löngulínu í Kaupmannahöfn.
Höfuðstöðvar FIH við Löngulínu í Kaupmannahöfn.

Danska sjónvarpsstöðin TV2 sagði nú síðdegis, að búið væri að ganga frá sölu á danska bankanum FIH Erhvervsbank til tveggja danskra lífeyrissjóða og sænsks tryggingafélags fyrir 2 milljarða danskra króna, jafnvirði 40 milljarða íslenskra króna.

Fram kom í dag, að ágreiningur væri á milli skilanefndar Kaupþings, sem hefur farið með eignarhald bankans, og Seðlabanka Íslands, sem var með allsherjarveð í öllum bréfum FIH, um hvaða tilboði í danska bankann ætti að taka. Nú hafi náðst samkomulag um að taka tilboði lífeyrissjóðanna ATP, PFA og sænska tryggingafélagsins Folksams. 

TV2 segir, að gangi rekstur FIH vel á næstunni muni íslensku seljendurnir fá viðbótargreiðslur fyrir bankann. Ekki sé hins vegar ljóst hve háar þær greiðslur verða eða á hvaða forsendum.  

Seðlabankinn tók veð í öllum hlutabréfum FIH vegna 500 milljóna evra neyðarláns, sem Kaupþing fékk rétt fyrir bankahrunið. Það svarar til 77 milljarða króna samkvæmt núverandi gengi.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK