Útrásarævintýri lýkur með nýrri kennitölu

„Ég veit ekki hvernig ég á að svara henni. Menn eiga rétt á því að vera þeirrar skoðunar. Við erum einfaldlega í þeirri stöðu að erlend lán sem voru tekin fyrir nokkrum árum eru okkur ofviða,“ segir Ingvi Þór Elliðason, forstjóri Capacent á Íslandi, spurður um þá gagnrýni að fyrirtækið víki sér undan gjaldþrotameðferð með kennitöluflakki.

„Það var reynt að fara í gegnum uppgjörið í sátt og samlyndi við bankann og aðra hagsmunaaðila. Við erum að skilja vel við okkur. Það er ekki þannig að við séum með vanskil út um allan bæ og að birgjar og skattayfirvöld séu að verða fyrir stórfelldu tjóni. Við ætlum að standa við allar okkar skuldbindingar nema þetta erlenda lán. Bankinn fær greiðslur upp í lánið. Hann fær viðskiptakröfur og því einhvern pening en engan veginn upp í allt lánið.“

Tap bankans á annan milljarð

Hann telur ólíklegt að bankinn fái mikið meira en tíunda hluta lánsins, eins og það stendur nú, upp í kröfur en bætir því við að það hafi að líkindum verið afskrifað er Íslandsbanki tók til starfa á rústum Glitnis.

Lánið hafi verið tekið til að fjármagna kaup Capacent á hlut í ráðgjafarfyrirtækjum á Norðurlöndum, vöxt sem bankinn lánaði fyrir.

Markmiðið hafi verið að stofna norrænt ráðgjafarfyrirtæki sem yrði leiðandi á Norðurlöndum.

Þær áætlanir runnu út í sandinn og svarar Ingvi Þór því til, aðspurður hvort Íslandsbanki hafi haft í hyggju að selja fyrirtækið að lokinni gjaldþrotameðferð, að verðmætin liggi nær alfarið í starfsfólkinu en ekki í tækjum eða húseignum.

Starfsfólki boðið hlutafé

„Við teljum okkur vera komin yfir það versta. Við stöndum sterk eftir. Við ætlum að reyna að afla hlutafjár hjá starfsfólki þar sem öllum verður boðið að kaupa á sömu kjörum. Okkar stefna er sú að fyrirtækið verði alfarið í eigu starfsfólksins. Það kemur ekki til greina að bjóða það til sölu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK