Kreppunni lauk í júní í fyrra

Miðlarar í kauphöllinni í New York.
Miðlarar í kauphöllinni í New York. Reuters

Mesta samdráttarskeiði, sem gengið hefur yfir Bandaríkin frá kreppunni miklu á síðustu öld, lauk í júní 2009. Þetta er niðurstaða bandarískrar rannsóknarstofnunar, sem segir þó ekki útilokað að nýtt samdráttarskeið sé framundan.

„Það er enn vöxtur en afar hægur," sagði Robert Hall, hagfræðiprófessor við Stanfordháskóla, sem er formaður þeirrar nefndar hjá National Bureau of Economic Research, sem rannsakar hagsveiflur. 

„Það er enn of snemmt að meta tjónið en við finnum enn fyrir áhrifum samdráttarskeiðsins. Þetta er án efa mesta samdráttarskeið, sem um getur ef undan er skilin kreppan mikla, sem var mun, mun verri," hefur fréttastofan Bloomberg eftir Hall. 

Nefnd Halls segir í skýrslu, að ef bandaríska hagkerfið fari að dragast saman að nýju sé um að ræða nýtt samdráttarskeið en ekki framhald af samdráttarskeiðinu, sem hófst í desember 2007 og lauk í júní 2009.  

Stjórn bandaríska seðlabankans mun koma saman í vikunni og ræða, hvort ástæða sé til að grípa til frekari ráðstafana til að örva efnahagslífið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK