Fyrrverandi stjórnarmaður segir söluverð FIH í lægra lagi

Már Guðmundsson segir óheyrilega áhættu mundu hafa fylgt því að …
Már Guðmundsson segir óheyrilega áhættu mundu hafa fylgt því að eiga FIH áfram. mbl.is/Ómar

Miðað við afkomu FIH að undanförnu og horfur á komandi árum hefði verið réttara að bíða með söluna á danska bankanum FIH.

Þetta segir Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði og fyrrverandi stjórnarmaður FIH, í samtali við Morgunblaðið í dag.

Greint var frá því síðastliðið sunnudagskvöld að samkomulag hefði náðst um sölu á bankanum til fjárfestahóps, sem samanstendur meðal annars af dönskum lífeyrissjóðum. Staðgreiddir verða 39 milljarðar króna, en fram til ársins 2014 verða greiddir 64 milljarðar króna sem leiðréttast með tilliti til þess tjóns sem bankinn kann að verða fyrir vegna eigna á efnahagsreikningi bankans.

„Sé litið til afkomu bankans og horfa um afkomu ætti eðlilegt verð að vera 140-200 milljarðar íslenskra króna. Ástæðan fyrir þessu lága verði eru erfiðar aðstæður í bankaheiminum, þannig að núna var ekki góður tími til að selja bankann,“ segir Ragnar í samtali við Morgunblaðið.




Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka