Hráolíuverð lækkar í kjölfar vaxtaákvörðunar

Frá NYMEX markaðnum í New York
Frá NYMEX markaðnum í New York Reuters

Verð á hráolíu lækkaði í kvöld eftir að ljóst varð að engar breytingar yrðu gerðar á stýrivöxtum Seðlabanka Bandaríkjanna. Eru þeir enn í sögulegu lágmarki eða rétt um 0-0,25%. Gengi Bandaríkjadals lækkaði eftir að fundi peningastefnunefndarinnar lauk nú undir kvöld.

Í New York lækkaði verð á hráolíu til afhendingar í október um 1,34 dali og er 73,52 dalir tunnan. Er þetta síðasti dagurinn þar sem framvirkir samningar eru gerðir með olíusölu í október í New York.

Í Lundúnum lækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu til afhendingar í nóvember um 94 sent og er 78,42 dalir tunnan.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK