Tafir á rannsókn á markaðsmisnotkun hjá Kaupþingi

Kaupþing í Lúxemborg.
Kaupþing í Lúxemborg. Reuters

Fyrirsvarsmenn nítján félaga í Lúxemborg og Banque Havilland bankinn vilja ekki að embætti sérstaks saksóknara fái gögn úr bankanum afhent. Beðið er úrskurðar rannsóknardómara í Lúxemborg um afhendingu gagnanna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Rannsókn á allsherjarmarkaðsmisnotkun hjá Kaupþingi banka hefur nú staðið yfir í tæpt ár, eða síðan Fjármálaeftirlitið kærði málið til sérstaks saksóknara í október 2009.

Rannsókn málsins er í nokkurs konar biðstöðu sem stendur, samkvæmt heimildum fréttastofu, því enn er beðið eftir gögnum úr húsleit sem framkvæmd var hinn 12. febrúar síðastliðinn hjá Banque Havilland í Lúxemborg, sem áður var dótturfélag Kaupþings.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK