Þýski bankinn Deutsche Bank fékk í dag samþykki frá samkeppnisyfirvöldum Evrópusambandsins fyrir yfirtöku bankans á íslenska samheitalyfjafyrirtækinu Actavis. Reuters fréttastofan greinir frá þessu.
Actavis, og eigandi félagsins Björgólfur Thor Björgólfsson, gengu frá samkomulagi við Deutsche Bank um endurfjármögnun skulda Björgólfs Thors sem eru metnar á milljarða evra í júlí sl.
Telur ESB að samningurinn skaði ekki samkeppni í ríkjum ESB þar sem bankinn og lyfjafyrirtækið eru svo ólíkri starfsemi.
Fram kom í tilkynningu frá Actavis í júlí, að gengið hefði verið frá samningum um endurfjármögnun Actavis Group í samvinnu við lánardrottna félagsins. Þá kom fram í tilkynningu frá Björgólfi Thor Björgólfssyni á sama tíma, að hann yrði áfram leiðandi hluthafi í félaginu og sitji í stjórn þess.
Björgólfur Thor fékk 4,7 milljarða evra að láni frá Deutsche Bank árið 2007 til að fjármagna kaup á Actavis.