Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að gert sé ráð fyrir að efnahagsbati hefjist nú á síðari hluta ársins. Eins hafi verðbólguvæningar lækkað nokkuð. Þetta kom fram á fundi með fréttamönnum þar sem farið var yfir ákvörðun peningastefnunefndar um að lækka stýrivexti bankans um 0,75 prósentur.