Verð á gulli hefur aldrei verið hærra en í morgun fór það yfir 1.290 Bandaríkjadali únsan á sama tíma og Bandaríkjadalur lækkar í verði eftir að bankastjórn Seðlabanka Bandaríkjanna ýjar að því að gripið verði til frekari aðgerða til að ýta undir hagvöxt í landinu.Fór únsan í 1.293,35 dali rétt fyrir klukkan sjö í morgun á málmmarkaði í Lundúnum. Telja sérfræðingar að þetta tvennt, það er lækkun á gengi Bandaríkjadals og staða efnahagsmála vestanhafs, hafi mest áhrif til hækkunar í dag.