Landsbankinn eignast Björgun

Dæluskipið Sóley
Dæluskipið Sóley mbl.is/ÞÖK

Landsbankinn hefur eignast allt hlutafé í verktakafyrirtækinu Björgun ehf. sem var í eigu Renewable Energy Resources ehf. (RER) dótturfyrirtækis Atorku Group hf., en í tengslum við skuldauppgjör RER hefur bankinn leyst til sín þau veð sem bankinn átti í eigum félagsins.

 Landsbankinn hefur þegar fengið undanþágu til samruna bankans og Björgunar ehf. hjá Samkeppniseftirlitinu.  Áætlað er að Landsbankinn muni selja Björgun í opnu söluferli innan 6 mánaða og verður fyrirkomulag þess kynnt þegar nær dregur.  Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans mun annast söluna.

 Björgun ehf. var stofnað 1952 og er þekktast fyrir efnisnám úr sjó og  er stærsti framleiðandi jarðefna til mannvirkjagerðar á Íslandi auk þess að annast framkvæmdir við dýpkun hafna. 

 Um 35 manns starfa hjá Björgun og eru engar breytingar á rekstri félagsins fyrirhugaðar enda er rekstur Björgunar ehf. í jafnvægi, segir í tilkynningu.  Landsbankinn mun skipa Björgun ehf. nýja stjórn til skamms tíma. Framkvæmdastjóri er Gunnlaugur Kristjánsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK