Nýta gjaldeyrisforðann í afborgun lána

Evrur.
Evrur. mbl.is

Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands verður nýttur til afborgunar lána ríkisins erlendis ef nægur gjaldeyrisforði er fyrir hendi, að sögn Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra. Hann segir að 1,5 milljarður evra sé á gjalddaga til ársloka 2012. Jafnvel verður einhver hluti lánanna endurfjármagnaður.

Að sögn Más hefur Seðlabankinn keypt 400 milljónir evra á niðursettu verði að undanförnu en enn vanti 1,1 milljarð evra upp á. 

Már sagði á fundi með fréttamönnum í dag að mögulega verði verðbólgumarkmiðum breytt á einhvern hátt. Hann boðar útgáfu nýs rits í næsta mánuði þar sem fjallað verður um peningastefnu bankans og mögulegar breytingar á henni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK