Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,75 prósentur. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana lækka í 4,75% og hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum í 6,%. Vextir á lánum gegn veði til sjö daga lækka í 6,25%, svo kallaðir stýrivextir, og daglánavextir í 7,75%. Stýrivextir Seðlabanka hafa ekki verið lægri í sex ár.
Er þetta í takt við spá Hagdeildar Landsbankans en heldur minni lækkun en aðrar greiningardeildir spáðu um. IFS Greining, Greining Íslandsbanka og Arion banka spáðu því að stýrivextir myndu lækka um eitt prósentustig.