Stýrivextir ekki lægri í 6 ár

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar Óskarsson

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,75 prósentur. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana lækka í 4,75% og hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum í 6,%. Vextir á lánum gegn veði til sjö daga lækka í 6,25%, svo kallaðir stýrivextir, og daglánavextir í 7,75%. Stýrivextir Seðlabanka hafa ekki verið lægri í sex ár.

Er þetta í takt við spá Hagdeildar Landsbankans en heldur minni lækkun en aðrar greiningardeildir  spáðu um. IFS Greining, Greining Íslandsbanka og Arion banka spáðu því að stýrivextir myndu lækka um eitt prósentustig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK