Bill Gates, stofnandi Microsoft, heldur toppsæti sínu á lista yfir ríkustu menn Bandaríkjanna. Þetta er 17. árið í röð sem Gates er í efsta sætinu. Auðæfi hans eru metin á 54 milljarða dollara. Kaupsýslumaðurinn Warren Buffet er í öðru sæti.
Viðskiptajöfurinn Larry Ellison hjá Software er í þriðja sæti og Christy Walton erfingi Wal-Mart-keðjunnar er í fjórða sæti.
Auður 400 ríkustu manna í Bandaríkjunum óx um 8% á síðasta ári. Samtals jafngilda auðæfi þessa hóps svipaðri tölu og öll landsframleiðsla Kanada.
Sá sem efnaðist mest á síðasta ári er stofnandi Facebook, Mark Zuckerberg, en ríkidæmi hans óx um 245% í fyrra og hann er núna í 35. sæti.
Yngsti maðurinn á listanum er Dustin Moskovitz, en hann er örlítið yngri en Zuckerberg. Báðir eru þeir 26 ára.