Gates ríkastur 17. árið í röð

Bill Gates er áfram ríkasti maður Bandaríkjanna.
Bill Gates er áfram ríkasti maður Bandaríkjanna. POOL

Bill Gates, stofnandi Microsoft, heldur toppsæti sínu á lista yfir ríkustu menn Bandaríkjanna. Þetta er 17. árið í röð sem Gates er í efsta sætinu. Auðæfi hans eru metin á 54 milljarða dollara. Kaupsýslumaðurinn Warren Buffet er í öðru sæti. 

Viðskiptajöfurinn Larry Ellison hjá Software er í þriðja sæti og Christy Walton erfingi Wal-Mart-keðjunnar er í fjórða sæti.

Auður 400 ríkustu manna í Bandaríkjunum óx um 8% á síðasta ári. Samtals jafngilda auðæfi þessa hóps svipaðri tölu og öll landsframleiðsla Kanada.

Sá sem efnaðist mest á síðasta ári  er stofnandi Facebook, Mark Zuckerberg, en ríkidæmi hans óx um 245% í fyrra og hann er núna í 35. sæti.

Yngsti maðurinn á listanum er Dustin Moskovitz, en hann er örlítið yngri en Zuckerberg. Báðir eru þeir 26 ára.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK