Hagnaður Reykjavíkurborgar 3 milljarðar

Jón Gnarr tók við starfi borgarstjóra af Hönnu Birnu Kristjánsdóttir …
Jón Gnarr tók við starfi borgarstjóra af Hönnu Birnu Kristjánsdóttir í sumar. mbl.is/Kristinn

Hagnaður af rekstri A og B hluta Reykjavíkurborgar nam rúmum þremur milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins en fjárhagsáætlun hafiði gert ráð fyrir því að hallinn næmi tæpum 1,3 milljörðum króna. Þetta kemur fram í óendurskoðuðu árshlutauppgjöri Reykjavíkurborgar sem lagt er fram í borgarráði í dag.

Til A hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð, þ.e. rekstur fagsviða, og Eignasjóð. Var 855 milljón króna tap af A hluta en áætlun gerði ráð fyrir halla upp á rúman einn og hálfan milljarð króna.

Til B hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Bílastæðasjóður Reykjavíkur, Faxaflóahafnir, Félagsbústaðir hf., Íþrótta- og sýningahöllin hf., Malbikunarstöðin Höfði hf., Orkuveita Reykjavíkur, Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs., Sorpa bs. og Strætó bs, auk Aflvaka hf og Jörundar ehf.

Á árinu 2010 hefur reikningsskilaaðferð verið breytt til samræmis við álit Reikningsskila- og upplýsinganefnd sveitarfélaga. Breytingin felst í því að leigusamningar fasteigna og annarra mannvirkja og leiguskuldbindingar vegna þeirra eru færðir í efnahagsreikning. Einnig eru lóðir og lendur sem gefa af sér tekjur eignfærðar.

„Eigið fé í efnahagsreikningi borgarinnar hækkar um 13,6 milljarða við þessar breytingar. Rekstrarniðurstaða bæði A hluta og A og B hluta er 467 milljónum króna lakari á tímabilinu janúar - júní 2010 með nýrri reikningsskilaaðferð.

Í fjárhagsáætlun fyrir tímabilið janúar til júní 2010 fyrir A hluta var gert ráð fyrir því að niðurstaða fyrir fjármagnsliði yrði neikvæð um 2.426 milljónir króna og heildarniðurstaða ársins neikvæð um 1.546 milljónir króna.

Samkvæmt árshlutareikningi janúar til júní 2010 er niðurstaða A hluta fyrir fjármagnsliði neikvæð um 1.396 milljónir króna og heildarniðurstaða neikvæð um 855 milljónir króna. Í áætlun fyrir tímabilið janúar til júní 2010 fyrir A og B hluta var gert ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu fyrir fjármagnsliði um 1.067 milljónir króna og neikvæðri heildarniðurstöðu um 1.299 milljónir króna.

Samkvæmt ársreikningi er niðurstaða A og B hluta fyrir fjármagnsliði jákvæð um 2.327 milljónir króna og heildarniðurstaða er jákvæð um 3.070 milljónir króna," segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Rekstrartekjur A og B hluta voru 45.023 milljónir króna eða um 331 milljón umfram áætlun og rekstrargjöld voru 42.696 milljónir króna eða 930 milljónir undir áætlun. Fjármagnsliðir voru jákvæðir um 2.149 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir að þau yrðu neikvæð um 2.367 milljónir króna. Munurinn skýrist einkum af gengis- og verðlagsbreytingum.

Skuldir A hluta aukast um tæpa 17 milljarða

Rekstrartekjur A hluta voru 29.168 milljónir króna eða 727 milljónir yfir áætlun. Rekstrargjöld voru 30.564 milljónir króna eða um 304 milljónir undir áætlun. Eignir A hluta voru 127.150 milljónir króna, hækka úr 97.594 milljónum króna eða um 29.556 milljónir. Skuldir A hluta að frátöldum skuldbindingum hækka úr 24.643 milljónum í 41.446 milljónir eða um 16.803 milljónir en skuldbindingar lækka um 11 milljónir, úr 9.181 milljónum í 9.192 milljónir. Eigið fé A hluta hækkar um 12.743 milljónir úr 63.770 milljónum í 76.513 milljónir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK