Skattastefnan harðlega gagnrýnd

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Árni Sæberg

Í kjöl­far banka­hruns­ins í októ­ber 2008 var fyr­ir­sjá­an­legt að rík­is­fjár­mál­in yrðu mjög erfið viður­eign­ar á kom­andi árum og að sam­stillt átak þyrfti til að bregðast við tekju­falli og stór­aukn­um vaxta­kostnaði rík­is­sjóðs. Aðeins þannig yrði mark­miði um sjálf­bær­an rík­is­rekst­ur náð, að því er Vil­mund­ur Jós­efs­son, formaður Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, sagði á fundi SA og Viðskiptaráðs um skatta­til­lög­ur þeirra í morg­un.

„Okk­ur, í for­ystu at­vinnu­lífs­ins skorti hins veg­ar hug­mynda­flug til að ímynda okk­ur að rík­is­stjórn­in myndi færa skatt­kerfið ára­tugi aft­ur í tím­ann, fórna ein­faldeika þess og gagn­sæi, gera það ósam­keppn­is­fært við ná­læg ríki og taka upp að nýju skatta sem eru órétt­lát­ir og flest ná­læg ríki hafa losað sig við. Þar að auki munu marg­ar þeirra breyt­inga sem rík­is­stjórn­in hrinti í fram­kvæmd ekki færa rík­is­sjóði aukn­ar tekj­ur held­ur þvert á móti draga úr skatt­tekj­um ásamt því að draga úr um­svif­um í þjóðfé­lag­inu og um leið seinka fjár­fest­ing­um og þeim bata sem efna­hags­lífið þarf svo sár­lega á að halda,“ sagði Vil­mund­ur.

Skatt­kerfið verður að vera ein­falt

Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, fram­kvæmda­stjóri SA, fór yfir helstu til­lög­ur sam­starfs­hóps­ins í skatta­mál­um. Sagði hann að meg­in­hlut­verk og áhrif skatt­kerf­is sé að standa und­ir op­in­berri þjón­ustu. Skatt­ar móti hegðun og lág­marka þurfi nei­kvæð áhrif þeirra. Hag­kvæm­ast sé að hafa breiða skatt­stofna með lág­um pró­sent­um. Þá auki ein­fald­leiki skatt­kerf­is hag­kvæmni, dragi úr skattsvik­um og lækki kostnað.

Í til­lög­un­um er lagt til að tekju­skatt­ur á fyr­ir­tæki verði aft­ur lækkaður í 15 pró­sent og að ný ákvæði um skatt­lang­inu arðs að hluta til sem launa­tekj­ur verði felld brott. Sagði Vil­hjálm­ur að ný ákvæði um skatt­lagn­ingu í smá­fyr­ir­tækj­um, með þess­um hætti, séu óskýr og nái ekki til­gangi sín­um. Til að standa und­ir auk­inni skatt­byrði, meðal ann­ars auðlegðarskött­um, þurfi eig­end­ur smærri fyr­ir­tækja að taka meira fé úr fyr­ir­tækj­um sín­um. Vegna þess að hluti arðsins er skattlagður sem launa­tekj­ur þarf eig­and­inn að taka enn meira fé út, og nýt­ist það fé því ekki til upp­bygg­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins.

Þá nefndi Vil­hjálm­ur að þegar reiknaður er fjár­magn­s­tekju­skatt­ur af verg­um fjár­magn­s­tekj­um, þ.e. nafn­verðsávöxt­un, geti raun­veru­leg skatt­lagn­ing verið mun meiri en skatt­pró­sent­an seg­ir til um. Við ákveðnar aðstæður geti fjár­magn­s­tekju­skatt­ur verið hærri en tekju­skatt­ur, þegar horft er til raunávöxt­un­ar fjár­magns. Er í til­lög­un­um lagt til að heim­ilt verði að draga vaxta­gjöld frá fjár­magn­s­tekj­um við út­reikn­ing skatts­ins, líkt og viðgengst er­lend­is. Þá er lagt til að fallið verði frá ákvæðum um auðlegðarskatt, sem í til­lög­un­um er sagður jafn­gilda viðbót­ar 18 pró­senta skattþrepi á fjár­magn­s­tekj­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK