Áfram neikvæðar horfur

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings segir, að íslensk stjórnvöld verði að ná meiri árangri í efnahagsmálum, aflétta gjaldeyrishöftum og ná samningum við Breta og Hollendinga um Icesave-málið, áður en hægt verði að breyta horfum um lánshæfismat íslenska ríkisins úr neikvæðum í stöðugar.

Reutersfréttastofan hefur eftir Paul Rawkins, framkvæmdastjóra hjá Fitch í Lundúnum, að dómur Hæstaréttar um gengistrygg útlán skýri stöðu bankakerfisins en mikið verk sé unnið við að endurskipuleggja skuldir fyrirtækja.

Þá sagði Rawkins, að íslenska hagkerfið sé mjög berskjaldað fyrir alþjóðlegum hagssveiflum. 

Fitch lækkaði lánshæfiseinkunn Íslands í svonefndan ruslflokk, BB+, í byrjun ársins eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, synjaði lögum um Icesave-samning staðfestingar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK