Ríkisstjórn Spánar hefur hækkað spá sína um atvinnuleysi á næsta ári. Er nú gert ráð fyrir að atvinnuleysi mælist 19,3% að meðaltali á næsta ári en fyrri spá hljóðaði upp á 18,9% atvinnuleysi.
Fjármálaráðherra Spánar, Elena Salgado, segir batann hægari en vonast var til en ríkisstjórn Spánar kynnti í dag fjárlagafrumvarp næsta árs.