Ekkert líf án raunhæfra ráðstafana

Vilhjálmur Bjarnason.
Vilhjálmur Bjarnason. mbl.is/Kristinn

Vil­hjálm­ur Bjarna­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fjár­festa, seg­ir að það þýði lítið að hvetja menn til að hleypa lífi í hluta­bréfa­markaðinn áður en gjald­eyr­is­höft­un­um verður aflétt. Traust á markaði sé ekki til staðar og nú­ver­andi skatta­stefna stjórn­valda sé ekki til að bæta ástandið.

Vil­hjálm­ur vís­ar til um­mæla sem komu fram í fyr­ir­lestri Ásgeirs Jóns­son­ar, aðal­hag­fræðings Ari­on banka á fundi grein­ing­ar­deild­ar bank­ans í morg­un.

„Ég hef gert marg­ar til­raun­ir til þess að fá umræðu um það af hverju er ekki líf í hon­um,“ seg­ir Vil­hjálm­ur í sam­tali við mbl.is.

„Í fyrsta lagi er staðan sú að það vant­ar traust á markaðinn. Traustið er m.a. ekki vegna þess að upp­lýs­ing­ar eru lé­leg­ar. Þar á ég við, að það er ekk­ert hægt að treysta á skýrsl­ur end­ur­skoðenda,“ seg­ir hann.

„Það er al­gjört van­traust á birt­um upp­lýs­ing­um frá end­ur­skoðend­um, og sann­ast best á því að u.þ.b. 60-70% af eign­um bank­anna voru ekki til staðar sam­kvæmt upp­gjöri 30. júní í fyrra,“ seg­ir Vil­hjálm­ur enn­frem­ur.

„Í öðru lagi er skatt­lagn­ing með þeim hætti að nán­ast 100% af raun­tekj­um af hluta­bréf­um og pen­inga­leg­um eign­um er skattlagður miðað við nú­ver­andi verðbólgu­stig.“

Arður sé skattlagður, síðan sé verðhækk­un á bréf­um skatt­lögð án til­lits til verðbólgu og svo geti menn lent í svo­kölluðum auðlegðarskatti. „Þannig að þetta er þrískatt­lagt,“ seg­ir hann.

Þá seg­ir Vil­hjálm­ur að rétt­arstaða hlut­hafa við nú­ver­andi aðstæður sé eng­in. „Það er eng­inn vernd fyr­ir markaðsmis­notk­un,“ seg­ir Vil­hjálm­ur enn­frem­ur.

„Þetta kem­ur í veg fyr­ir að það verður eitt­hvað líf í hluta­bréfaviðskipt­um.“

Það þýði því lítið að halda ræður um það að ein­hver eigi að hleypa lífi í markaðinn. Það sé al­veg von­laust fyr­ir ein­stak­linga að berj­ast. Þá hafi líf­eyr­is­sjóðir ekki tekið af skarið.

„Á meðan það eru ekki gerðar raun­hæf­ar ráðstaf­an­ir í þessu að þá verður ekki líf á hluta­bréfa­markaði.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK