Hleypa þarf lífi í markaðinn

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands. Reuters

Seðlabanki Íslands var með 450 millj­arða króna í samn­ing­um við fjár­mála­stofn­an­ir hér á landi er hrunið varð. Við fall bank­anna varð stór hluti veðanna verðlaus, (áður voru veðin svo­nefnd ástar­bréf ofl.) en af­hend­ing pen­inga­seðla án veða er kölluð „þyrlu­af­hend­ing" og hef­ur sömu áhrif og ef Seðlabanka­menn hefðu flogið í þyrlu yfir Reykja­vík og hent niður pen­inga­búnt­um.

Þetta er meðal þess sem fram kom í fyr­ir­lestri Ásgeirs Jóns­son­ar, aðal­hag­fræðings Ari­on banka á fundi grein­ing­ar­deild­ar bank­ans í morg­un.

Hann seg­ir nauðsyn­legt að hleypa lífi í hluta­bréfa­markaðinn áður en gjald­eyr­is­höft­un­um verður aflétt. Að öðrum kosti megi bú­ast við því að stór hluti pen­inga sem eru í um­ferð leiti út fyr­ir land­stein­anna. 

Ásgeir seg­ir að eft­ir að lausa­fjár­krepp­an hófst um mitt ár 2007 hafi fólk og fé­lög losað eign­ir sín­ar í hluta­bréf­um og öðrum fjár­fest­ing­um og sett pen­ing­ana inn á banka­reikn­inga. Nú hafi vext­ir á banka­reikn­ing­um lækkað veru­lega og því séu pen­ing­arn­ir farn­ir að leita út af banka­reikn­ing­un­um. Það skýri þau miklu viðskipti sem hafi verið á skulda­bréfa­markaði und­an­farið. 

Vænt­an­lega mun féð leita inn á fast­eigna­markaðinn næst eða í aðra fjár­fest­inga­kosti, til að mynda í mynd­list og aðra mögu­lega fjár­fest­ingu.

Að sögn Ásgeirs er það þannig að þegar óvissa rík­ir þá vill al­menn­ing­ur selja eign­ir sín­ar og fara í bein­h­arða pen­inga og set­ur þá inn í banka­kerfið. Síðan eru pen­ing­arn­ir í bönk­un­um sem ekki lána neitt út þannig að ekk­ert ger­ist. Á ákveðnum tíma­punkti, eins og nú er að ger­ast, þá fara vext­ir niður og fólk fær litla sem enga ávöxt­un á inni­stæður sín­ar. 

Ef hluta­bréfa­markaður­inn væri eðli­leg­ur þá myndi hann taka við þess­um pen­ing­um, seg­ir Ásgeir. Sú hætta sé fyr­ir hendi að þegar gjald­eyr­is­markaður­inn opn­ar þá leiti pen­ing­arn­ir út. Ef ekki þá er hætta á að verðbólga rjúki upp þar sem neysla eykst. 

Ásgeir seg­ir að það sé hans skoðun að Seðlabank­inn hafi ein­blínt allt of mikið á vexti. Miklu mik­il­væg­ara sé að bjóða upp á fjár­fest­ing­ar­kosti sem fær fólk til að festa pen­ing­ana sína í. Lyk­il­atriðið þar er hluta bréfa­markaður­inn. Því sé nauðsyn­legt að fá hluta­bréfa­markaðinn til að virka á ný. Það ger­ist með því að bank­arn­ir selji það sem þeir eigi af fyr­ir­tækj­um og rík­is­sjóður styðji við bakið á slík­um aðgerðum. Líf­eyr­is­sjóðirn­ir hafa, að sögn Ásgeirs fengið ósann­gjarna gagn­rýni að und­an­förnu því þeir séu í raun einu stór­fjárfest­arn­ir á markaðnum. „Það verður að bjóða fólki upp á fjár­fest­ing­ar­kosti. Að öðrum kosti fara þeir úr landi," seg­ir Ásgeir.

 Ásgeir seg­ir að staðan sé mun betri hér á landi held­ur en víða er­lend­is. Hér sé vitað hver staðan er ólíkt því sem ger­ist ann­ars staðar þar sem óviss­an er al­gjör. Hér sé búið að skrifa niður eign­ir bank­anna og end­ur­fjármagna þá. Búið er að klippa af stór­an hluta af er­lend­um skuld­um lands­ins. 

Í er­indi Ásgeirs í morg­un kom fram að inn­ganga í Evr­ópu­sam­bandið og upp­taka evru myndi gera ferlið hér auðveld­ara og kostnaðarminna. 

Ásgeir Jónsson
Ásgeir Jóns­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK