Verð á innfluttri vöru hækkaði um 8,6% í Þýskalandi í ágúst samanborið við ágúst fyrir ári síðan. Þetta er þó mun minni hækkun heldur en í júlí og júní er tólf mánaða hækkunin var meira en 9% báða mánuðina.
Á milli mánaða nam hækkunin í ágúst 0,2% en helsta skýring hækkunar á innfluttri vöru er verðhækkun á eldsneyti.