Norski seðlabankinn í mál við Citigroup

Seðlabanki Noregs hefur höfðað skaðabótamál gegn Citigroup, einum stærsta banka í heimi, fyrir að veita rangar fjárhagslegar upplýsingar sem leiddu til þess, að norska ríkið tapaði yfir 700 milljónum dala, jafnvirði rúmlega 80 milljarða íslenskra króna. 

Segir norski seðlabankinn, að Citigroup hafi ítrekað gefið út rangar yfirlýsingar til fjárfesta, sem hafi leitt til þess að norski bankinn keypti verðbréf frá Citigroup á yfirverði á árunum frá 2007 til 2009.

„Norges Bank tapaði allt að 735 milljónum dala með því að fjárfesta í hlutabréfum Citigroup og yfir 100 milljónum dala með því að kaupa skuldabréf og önnur verðbréf," segir í stefnu norska seðlabankans, sem þingfest var fyrir rétti á Manhattan í New York 17. september. 

Segir síðan í stefnunni, að þegar markaðurinn komst að raun um hver raunveruleg staða Citigroup var hafi bankinn nánast orðið gjaldþrota og norski seðlabankinn tapað stórum hluta af fjárfestingu sinni.   

Talsmaður Citigroup sagði bankann telja, að stefnan væri tilhæfulaus og Citigroup muni taka til varna.  

Sjö norsk bæjarfélög og fjárfestingarfélag höfðuðu á síðasta ári skaðabótamál á hendur Citigroup vegna gríðarlegs taps á skuldabréfum, sem félögin keyptu af bankanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK