Lánamál ríkisins hafa selt skuldabréf fyrir 145 milljarða í ár, en eigi útgáfuáætlun að haldast þarf að selja 45 milljarða til viðbótar fram til áramóta.
Engum tilboðum var hins vegar tekið í skuldabréfaútboði síðastliðinn föstudag. Björgvin Sighvatsson, hagfræðingur hjá Lánamálum ríkisins, segir að mönnum þar á bæ hafi fundist ávöxtunarkrafa á skuldabréfamarkaði hafa hækkað fullmikið þá vikuna. Þar af leiðandi hafi þeir ekki tekið neinum tilboðum. Björgvin segir lausafjárstöðu ríkissjóðs sterka um þessar mundir, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.