Minnsta verðbólga í þrjú ár

Verð á matvælum skiptir neytendur miklu máli
Verð á matvælum skiptir neytendur miklu máli mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í september  er óbreytt frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er einnig óbreytt frá ágúst. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,7% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 4,9%. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofu Íslands.

IFS Greining spáði 0,3% hækkun vísitölu neysluverðs en Greining Íslandsbanka spáði því að vísitalan myndi hækka um 0,4% frá ágústmánuði.

Fatnaður og skór hækka í verði

Sumarútsölum er víðast lokið og hækkaði verð á fötum og skóm um 5,5% (vísitöluáhrif 0,35%). Kostnaður við rekstur ökutækja lækkaði um 1,2% (-0,11%) og flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 11,2% (-0,11%).

Verðhjöðnun síðustu þrjá mánuði

Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs lækkað um 0,4% sem jafngildir 1,6% verðhjöðnun á ári (einnig 1,6% verðhjöðnun fyrir vísitöluna án húsnæðis).

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í september 2010, sem er 362,6 stig, gildir til verðtryggingar í nóvember 2010. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 7.160 stig fyrir nóvember 2010.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK