Arion banki segist vilja endurreisa Sigurplast

Sigurplast
Sigurplast


 Ari­on banki hef­ur sent frá sér til­kynn­ingu þar sem fram kem­ur að að bank­inn hyggst óska eft­ir því við skipta­stjóra Sig­urplasts að áfram­hald­andi rekst­ur fé­lags­ins verði tryggður. Stjórn Sig­urplasts óskaði eft­ir því fyrr í vik­unni við héraðsdóm að fyr­ir­tækið verði tekið til gjaldþrota­skipta.

Seg­ir í til­kynn­ingu frá Sig­urplasti, að viðskipta­banki Sig­urplasts hafi skorað á fé­lagið að lýsa því yfir að það geti greitt bank­an­um 1,1 millj­arð króna vegna láns sem upp­haf­lega var 334 millj­ón­ir króna. Slíkt sé úti­lokað.

Til­kynn­ing Ari­on banka í dag:

„Í kjöl­far yf­ir­lýs­inga for­svars­manna Sig­urplasts ehf., um að þeir hafi óskað eft­ir gjaldþrota­skipt­um á fé­lag­inu, vill Ari­on banki koma eft­ir­far­andi á fram­færi:
 
Að sögn for­svars­manna Sig­urplasts ehf. hafa þeir óskað eft­ir gjaldþrota­skipt­um á fé­lag­inu. Ari­on banki er einn stærsti kröfu­hafi Sig­urplasts og er jafn­framt eig­andi þriðjungs hluta­fjár fé­lags­ins. For­svars­mönn­um Sig­urplasts hef­ur lengi verið ljóst að bank­inn vill end­ur­skipu­leggja fjár­hag fé­lags­ins, skjóta traust­ari stoðum und­ir rekst­ur þess og bjarga þar með þeim störf­um sem í húfi eru. 
 
Sig­urplast hef­ur ekki verið úr­sk­urðað gjaldþrota og skipta­stjóri hef­ur ekki verið skipaður. Gert er ráð fyr­ir því að héraðsdóm­ur taki beiðni for­svars­manna fé­lags­ins fyr­ir á allra næstu dög­um og skipi fé­lag­inu skipta­stjóra.
 
Til að taka af vafa starfs­manna, viðskipta­manna og annarra hags­munaaðila vill Ari­on banki koma því á fram­færi að hann hann hyggst óska eft­ir því við skipta­stjóra að áfram­hald­andi rekst­ur fé­lags­ins verði tryggður. Þannig hef­ur bank­inn full­an hug á að taka þátt í end­ur­reisn fyr­ir­tæk­is­ins,  tryggja  störf þeirra starfs­manna sem að fram­leiðslunni koma og áfram­hald­andi viðskipti viðskipta­vina fé­lags­ins.
 
Ef skipta­stjóri fellst á aðkomu Ari­on banka um end­ur­reisn fé­lags­ins, hyggst Ari­on banki selja fé­lagið í opnu sölu­ferli síðar. Bank­inn mun kynna nýja til­hög­un á rekstri Sig­urplasts nán­ar ef sam­komu­lag næst við skipta­stjóra fé­lags­ins."

Frétt um Sig­urplast fyrr í vik­unni

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK