Svissneski frankinn hefur aldrei áður verið jafn hár gagnvart Bandaríkjadal en dalurinn hefur veikst gagnvart öðrum gjaldmiðlum að undanförnu. Skýrist það af því að talið er líklegt að bandarísk stjórnvöld muni jafnvel dæla peningum inn í hagkerfið til þess að freista þess að hleypa lífi í efnahagslíf landsins.