Örlög Eikar banka ráðin

Danska stofn­un­in Fin­ansiel Stabiletet mun taka yfir rekst­ur Eik­ar banka klukk­an ell­efu í kvöld að dönsk­um tíma. Upp­haf­lega átti fær­eyski bank­inn að hafa frest til klukk­an sex í dag, en sá frest­ur var fram­lengd­ur um fimm tíma. Það mun þó engu skipta varðandi úr­slit máls­ins.

Átti bank­inn að afla sér sam­tals 40 til 50 millj­arða ís­lenskra króna í nýtt eigið fé áður en frest­ur­inn rann út, en það hef­ur ekki gengið.

Á heimasíðu Eik­ar seg­ir, að öll inn­lán séu tryggð og bank­inn muni starfa áfram.

Þessi mála­lok hafa legið í loft­inu frá því fyrr í dag, þegar greint var frá því að danska fjár­mála­eft­ir­litið hefði hafnað hug­mynd­um Fær­ey­inga um að skipta bank­an­um í tvennt. Átti fjár­mála­eft­ir­litið þá að taka yfir danska part bank­ans, en sá fær­eyski átti að fá að halda áfram starf­semi. Eins og áður seg­ir hafnaði eft­ir­litið þess­ari hug­mynd og má þá segja að ör­lög bank­ans hafi ráðist.

Eik Banki hef­ur átt í al­var­leg­um fjár­hags­vanda frá hruni og hafa fjár­fest­ing­ar bank­ans á svo­kölluðum pant­markaði í Dan­mörku reynst hon­um þung­ur baggi. Keypti hann tölu­vert af veðskulda­bréf­um, meðal ann­ars á versl­anamiðstöðvar og annað at­vinnu­hús­næði og hef­ur tapað um­tals­verðum fjár­hæðum á þeim viðskipt­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK