Børsen veitir Íslendingum viðurkenningu

Frosti Þórðarson
Frosti Þórðarson

Danska viðskiptablaðið Børsen hefur veitt fyrirtækinu „Trækompagniet” sem er í eigu hjónanna Frosta Þórðarsonar og Helgu Hjördísar Sigurðardóttur sérstaka viðurkenningu fyrir góðan rekstur og mikinn vöxt síðustu árin. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Árlega heiðrar Børsen þau fyrirtæki sem hafa skarað framúr í danska viðskiptalífinu og sýnt fram á mestan vöxt yfir fjögurra ára tímabil.  Trækompagniet sérhæfir sig í lúxus planka gólfum sem eru sér hönnuð fyrir viðskiptavininn, samkvæmt tilkynningu.

„Frosti og Helga stofnuðu Trækompagniet fyrir 7 árum síðan og hefur fyrirtækið vaxið jafnt og þétt allar götur síðan. Fyrirtækið hefur nú starfsemi í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Trækompagniet er orðið vel þekkt á meðal arkitekta og sérstaklega þeim sem sérhæfa sig í hönnun á lúxus húsum fyrir vel stæða einstaklinga. Á meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru margir heimsfrægir einstaklingar," segir í fréttatilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK