Enn mikil velta á fasteignamarkaði

Fasteignasala hefur aukist mikið undanfarnar vikur
Fasteignasala hefur aukist mikið undanfarnar vikur mbl.is/Ómar Óskarsson

Alls var 85 fasteignum þinglýst á á höfuðborgarsvæðinu 24. september til og með 30. september 2010 var 85. Þar af voru 70 samningar um eignir í fjölbýli, 11 samningar um sérbýli og 4 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 2.357 milljónir króna og meðalupphæð á samning 27,7 milljónir króna.

Sambærileg fasteignasala og haustið 2008 en veltan mun minni nú

Síðustu vikur hefur fasteignasala verið mun meiri á höfuðborgarsvæðinu en frá því fyrir hrun og 3.-9. september seldust til að mynda 90 fasteignir á höfuðborgarsvæðinu. Þá var veltan hins vegar 2.309 milljónir króna þannig að veltan nú er heldur meiri. Þar á undan seldust 90 fasteignir á höfuðborgarsvæðinu um miðjan september 2008 en þá var veltan verulega miklu meiri eða 3.763 milljónir króna, eða 1,4 milljörðum króna meiri en nú.

Einum kaupsamningi þinglýst á Suðurnesjum - 5 milljónir fengust fyrir eignina

Í vikunni sem er að líða var einum kaupsamningi þinglýst á Suðurnesjum. Hann var um annars konar eign en íbúðarhúsnæði. Upphæð samnings var 5 milljónir króna.

Á sama tíma var 3 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af var 1 samningur um eignir í fjölbýli og 2 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 55 milljónir króna og meðalupphæð á samning 18,3 milljónir króna.

Á sama tíma var 4 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af var 1 samningur um eignir í fjölbýli, 2 samningar um sérbýli og 1 samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 58 milljónir króna og meðalupphæð á samning 14,5 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum á vef Þjóðskrár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka