Stoðtækjaframleiðandinn Össur hf. hefur vakið talsverða athygli í Danmörku eftir að bréf fyrirtækisins voru skráð í dönsku kauphöllina fyrir ári. Hefur gengi bréfanna hækkað um nærri 100% frá skráningu þar. Á fréttavef viðskiptablaðsins Børsen er Össur kallaður íslenski gullfuglinn og fyrirtækið sagt svar Íslands við danska lyfkafyrirtækinu Novo Nordisk.
Fram kemur á vef Børsen, að á ráðstefnu í Ørestad þar sem fyrirtæki leituðu að hugsanlegum fjárfestum, hafi Össur verið mjög sýnilegur. Er rætt við Sigurborgu Arnarsdóttur, fjárfestatengill Össurar á vefnum.