Rannsókn á Kaupþingi að ljúka

mbl.is/Ómar

Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, er að ljúka rannsókn á hruni Kaupþings í Bretlandi. Það kemur því fljótlega í ljós hvort gefnar verða út ákærur í málinu. Þetta kemur fram í breska blaðinu Mail on Sunday.

Efnahagsbrotadeildin hefur átt samvinnu við embætti sérstaks saksóknar á Íslandi á falli Kaupþings. Rannsóknin snýr m.a. að lánveitingum til tiltekinna viðskiptavina bankans sem keyptu hlutabréf í bankanum. Einnig er verið að rannsaka hvort valdir viðskiptavinir áttu kost á að færa fjármuni úr bankanum með óeðlilegum hætti skömmu fyrir hrun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK