Fengu 54,7 milljarða afskrifaða

mbl.is

Bank­arn­ir höfðu í lok júní sl. fellt niður skuld­ir hjá átta til­tekn­um fyr­ir­tækj­um upp á sam­tals 54,7 millj­arða króna. Þetta kem­ur fram í skýrslu eft­ir­lits­nefnd­ar sér­tækri skuldaaðlög­un.

Sam­kvæmt lög­um eiga fjár­mála­fyr­ir­tæk­in að skila upp­lýs­ing­um til eft­ir­lits­nefnd­ar­inn­ar í hverj­um árs­fjórðungi um þau fyr­ir­tæki sem hafa fengið af­skrifað meira en einn millj­arð króna. Átt er við eft­ir­gjöf skulda sem get­ur falið í sér lækk­un höfuðstóls, breyt­ingu skuld­ar í víkj­andi lán eða breyt­ingu á víkj­andi láni í hluta­fé eða annað eigið fé.

Í skýrslu eft­ir­lits­nefnd­ar­inn­ar kem­ur fram að 30. júní sl. hefðu átta fyr­ir­tæki fengið meira en einn millj­arð í eft­ir­gjöf skuld­ar. Sam­tals eru þetta 54,7 millj­arðar króna. Ekki kem­ur fram í skýrsl­unni hvaða fyr­ir­tæki þetta eru, en hins veg­ar seg­ir að um sé að ræða þrjú fast­eigna­fyr­ir­tæki sem hafi fengið felld­ar niður 30,3 millj­arða. Hin fimm fyr­ir­tæk­in fengu fellda niður 24,3 millj­arða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK