Seðlabankastjóri Kína í heimsókn

Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri ásamtZhou Xiaochuan, kínverska seðlabankastjóranum.
Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri ásamtZhou Xiaochuan, kínverska seðlabankastjóranum. Rax / Ragnar Axelsson

Undanfarið hefur viðskiptaafgangur Kínverja við útlönd verið að minnka, en það er ekki markmið kínverskra stjórnvalda að vera með viðskiptaafgang út í það óendanlega, að sögn seðlabankastjóra Kína, Zhou Xiaochuan, sem kom hingað til lands í stutta heimsókn á leið sinni til Bandaríkjanna.

Á blaðamannafundi var Zhou spurður út í ummæli Dominique Strauss-Kahn, yfirmanns Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, um að kínverska júanið væri óeðlilega veikt. Zhou svaraði því til að veikur gjaldmiðill hefði hjálpað til við uppbyggingu í Kína, en ójafnvægi milli gjaldmiðla væri óæskilegt og benti á að viðskiptaafgangur Kína hefði farið minnkandi undanfarið. Hins vegar væru fleiri atriði, sem mætti ræða í sambandi við ójafnvægi í alþjóðaviðskiptum en gengi gjaldmiðla.

Zhou sagði að ekki hefði verið tekið til sérstakrar skoðunar hjá kínverskum stjórnvöldum að þau fjárfestu í íslenskum ríkisskuldabréfum, en hann sagði að gjaldeyrisskiptasamningurinn milli Kína og Íslands, sem undirritaður var í sumar, hafi svipuð áhrif og slík kaup. Þá sagði hann að samningurinn gæti gert Ísland álitlegra fyrir kínverska fjárfesta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK