Røkke er þurftafrekur

Kjell-Inge Røkke á Akureyri fyrir nokkrum árum.
Kjell-Inge Røkke á Akureyri fyrir nokkrum árum. mbl.is/Kristján

Norsk­ir fjöl­miðlar segja frá því, að norski at­hafnamaður­inn Kj­ell Inge Røkke og Anne Grete Eidsvigs, eig­in­kona hans, hafi látið fjár­fest­ing­ar­fé­lag sitt greiða sér út 705 millj­ón­ir norskra króna, jafn­v­irði 13,5 millj­arða ís­lenskra króna, síðastliðinn mánu­dag. 

Fram kem­ur á viðskipta­vefn­um e24.no, að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem þau hjón hafi tekið fé með þess­um hætti út úr fjár­fest­ing­ar­fé­lagi sínu. Árið 2008 tók  Røkke þannig út 441 millj­ón norskra króna og í fyrra 552 millj­ón­ir. Sam­tals hafa hjón­in því fengið 1,7 millj­arða norska króna, tæpa 33 millj­arða ís­lenskra króna, greidda á þrem­ur árum. 

Vef­ur­inn seg­ir að Røkke og kona hans séu að byggja sér nýtt hús í Kong­lund­en í Asker, skammt frá Ósló. Raun­ar er um að ræða þrjú hús, sam­tals 920 fer­metr­ar, sem eru tengd sam­an með kjall­ara sem er 1951 fer­metri að stærð. 

Í hús­inu á að vera lík­ams­rækt­ar­stöð, kvik­mynda­sal­ur, vínkjall­ari og bíl­skúr sem rúm­ar 13 bíla. Einnig verður þar bílaþvotta­stöð og tenn­is­völl­ur.  Húsið stend­ur við strönd og hef­ur Røkke látið búa til kletta við strönd­ina úr hand­fægðum granít­hell­um.

E24.no seg­ir, að Røkke sé einnig að láta smíða fyr­ir sig segl­bát, 66 metra lang­an og 6 metra breiðan með 86 metra hátt siglu­tré. Þá hafi hann sjálf­ur lýst því yfir, að hann eyði 70 þúsund norsk­um krón­um dag­lega, 1,3 millj­ón­um ís­lenskra króna, í knatt­spyrnuliðið Molde. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK