66 milljónir óháð vinnuframlagi

Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis
Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis Kristinn Ingvarsson

Samkvæmt ráðningarsamningi sem Lárus Welding gerði við Glitni, þegar hann settist í forstjórastólinn, áttu grunnlaun hans að vera 66 milljónir á ári „óháð vinnuframlagi.“ Hann fengi jafnframt eingreiðslu að andvirði 300 milljóna króna við undirritun og allt að 70 milljóna bónusgreiðslu á ári.

Ráðningarsamningur Lárusar, og síðari breytingar sem gerðar voru á honum, hafa verið lagðar fyrir dómstól í New York vegna stefnu slitastjórnar Glitnis á hendur Lárusi.

Þann 1. febrúar 2008 átti Lárus að fá aðra 300 milljóna eingreiðslu, að því gefnu að hann léti ekki af störfum innan 12 mánaða frá því hún var innt af hendi. Í ráðningarsamningnum segir að enn fremur, og „til viðbótar eingreiðslum, launum, bónusum og kaupréttum [skuli] forstjóri eiga rétt á sérstökum greiðslum frá félaginu að núvirði kr. 250 milljónum. Skulu forstjóri og félagið komast að samkomulagi um útfærslu á þessum greiðslum.“ Ekki er ljóst af málsgögnum hvað átt er við með þessum sérstöku greiðslum.

Ráðningarsamningurinn kveður og á um það að gerður skyldi kaupréttarsamningur við Lárus að nafnvirði 150 milljóna króna, og ávinnist kauprétturinn á fimm árum. Miðað skyldi kaupverðið við lokagengi hlutabréfa bankans þann 30. apríl 2007.

Auk beinna peningagreiðslna skuldbatt bankinn sig til þess að leggja Lárusi til bíl, farsíma og fartölvu. Jafnframt stæði bankinn straum af kostnaði við rekstur íbúðar í London, allt að 6 milljónum króna á ári.

Þann 17. apríl árið 2009 komust Lárus og Glitnir að samkomulagi um hvernig fara skyldi með ákvæði ráðningarsamningsins, en þá hafði Lárus látið af störfum hjá bankanum. Hann hafði ekki unnið hina tilskyldu 12 mánuði sem krafist var til þess að síðari 300 milljóna króna eingreiðslan yrði innt af hendi.

Í samkomulaginu er vísað til ákvörðunar sem tekin var í 31. mars 2008 um að greiðslunni yrði frestað, en Lárusi þess í stað veitt lán að andvirði 177 milljóna króna. Fallist er á það að Lárus greiði 88 milljónir, eða um helming skuldarinnar, og þar með teljist lánssamningurinn úr sögunni.

Slitastjórn Glitnis hefur stefnt Lárusi Welding fyrir dómstólum í New …
Slitastjórn Glitnis hefur stefnt Lárusi Welding fyrir dómstólum í New York.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK