Seðlabanki Evrópu kynnti nýjar reglur varðandi lánveitingar til banka sem leita til seðlabankans. Um hertar útlánareglur er að ræða og verða gerðar meiri kröfur til þeirra veða sem viðkomandi bankar leggja fram á móti lánum frá seðlabankanum.
Bankinn hefur jafnframt ákveðið að veita seðlabönkum evru-ríkjanna meira frelsi til þess að velja og hafna hvaða bönkum þeim lána. Það þýðir að seðlabankarnir geta auðveldlega hafnað því að lána fjármálastofnunum sem þeir telja að geti ekki endurgreitt lánið eða eru með ónóg veð.